Þá er skólastarf hafið að nýju eftir jólafrí. Dásamlega bjart yfir öllu í þessum yndislega snjó. Þannig óskum við að árið allt verði, bjart og fagurt og fullt af nýjum tækifærum. Starfsfólk Kóraskóla óskar öllum nemendum skólans og forsjáraðilum þeirra gleði og friðar á nýju ári og þakkar góð og uppbyggileg samskipti á nýliðnu ári.