Val á vorönn að hefjast í vikunni.

Nemendur fara í fyrstu tíma í vali á vorönn í þessari viku.

Framboð valgreina er mismunandi á ári hverju. Nemendur velja þær tvær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á og síðan aðra grein til vara. Því miður er ekki hægt að verða við óskum allra en takmarkaður fjöldi kemst í hvern hóp. Mjög mikilvægt er að val nemenda sé vel ígrundað svo ekki þurfi að gera breytingar eftir að búið er að velja.

Markmiðið með vali er að gefa nemendum tækifæri til þess að velja viðfangsefni í tengslum við áhugasvið, styrkleika og framtíðaráform eftir því sem hægt er.

Upplýsingar um valgreinar sem er í boði á vorönn 2025.

Þeir nemendur sem fá þátttöku í íþróttagrein eða tónlistarnámi metna sem valgrein þurfa að skila eyðublaði þar um til skrifstofu skólans fyrir 7. febrúar.

Posted in Fréttaflokkur.