Árlegt íþróttamót Kóraskóla verður föstudaginn 7. febrúar í Kórnum frá kl. 10:00 og fram yfir hádegi. Nemendur keppa í Dodgeball og Skólahreysti. Stuðningslið hvers hóps getur bætt stigagjöf síns liðs og verða eftirtalin atriði höfð til hliðsjónar við stigagjöf; Búningar, hvatning, jákvæðni, framkoma, hegðun og samheldni. Hverjum hóp hefur verið úthlutað einkennislit sem mælt er með að klæðast.