Á döfinni
Skipulagsdagur 12. mars
12. mars er skipulagsdagur og fellur þá kennsla niður í skólanum.
9. bekkur fer á Úlfljótsvatn
Dagana 18. – 20 mars fer 9. bekkur í ferð á Úlfljótsvatn.
Samfélagslöggan kemur í 8. bekk
22. mars kemur samfélagslöggan í 8. bekk og ræðir við nemendur um hlutverk lögreglunnar, samfélagsmiðla og fleira.
Páskaleyfi 25. mars – 1. apríl
Páskaleyfi er frá mánudeginum 25. mars – 1. apríl. Kennsla hefst aftur eftir páska samkvæmt stundaskrá 2. apríl.
Forprófun PISA í 10. bekk
Kóraskóli var dreginn út í úrtaki um forprófun fyrir PISA könnunina, sem við þekkjum flest. Könnunin verður lögð fyrir í 10. bekk 2. og 9. apríl, hálfur hópur í senn.
Heimsókn í Rafmennt á dögunum
Nokkrir nemendur í 9. bekk fóru í ferð í Rafmennt á dögunum og fengu að kynnast hluta af því sem rafvirkjar gera. Þau bjuggu sér til vasaljós í heimsókninni og höfðu þau gaman af.
Samfélagslögreglan ræðir við nemendur í 9. og 10. bekk
Samfélagslögreglan kom til okkar og ræddi við nemendur í 9. og 10. bekk um daginn og var það einstaklega skemmtileg heimsókn. Nemendur voru mjög áhugasamir og spurðu margra spurninga og komu upp skemmtilegar umræður í kjölfarið.