Á döfinni
Páskaleyfi 25. mars – 1. apríl
Páskaleyfi er frá mánudeginum 25. mars – 1. apríl. Kennsla hefst aftur eftir páska samkvæmt stundaskrá 2. apríl.
Forprófun PISA í 10. bekk
Kóraskóli var dreginn út í úrtaki um forprófun fyrir PISA könnunina, sem við þekkjum flest. Könnunin verður lögð fyrir í 10. bekk 2. og 9. apríl, hálfur hópur í senn.
Íslenska æskulýðsrannsóknin
Íslenska æskulýðsrannsóknin verður lögð fyrir alla nemendur í skólanum 3. apríl. Könnunin tekur um 40 mínútur og verður lögð fyrir á skólatíma.
Árshátíðarvika nemenda
Árshátíðarvikan er 15. – 19. apríl nk. Árshátíðin sjálf er haldin 18. apríl. Við ætlum að gera hana svolítið veglega, hafa skemmtilegt þema yfir skólann og glæsilega árshátíð. 19. apríl verður kósýnáttfatadagur í skólanum. Nemendur mæta þá 10:10 í skólann og eru í honum fram yfir hádegismat.
Samfélagslögreglan ræðir við nemendur í 8. bekk
Samfélagslöggan kom til okkar í dag, 22. mars, og ræddi við nemendur í 8. bekk. Nemendur hafa alltaf gagn og gaman að því að fá lögregluna til sín og sýna honum mikinn áhuga.
Glæsilegt sjálfbærniverkefni í 10. bekk
Nemendur í 10. bekk vinna nú glæsilegt þemaverkefni sem nefnist Draumaeyjan okkar. Þar eiga nemendur að búa til sjálfbæra eyju sem þau gætu lifað á. Eins og sjá má eru verkefnin fjölbreytt og glæsileg.
Gleðilega páska!
Við í Kóraskóla óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið njótið hátíðarinnar í ró og friði. Mörg tala um þetta sem besta fríið, enda ekki til neitt sem heitir páskastress. Eftir páska hefst lokaspretturinn fram að sumarfríi, mikilvægt að hlaða batteríin vel fyrir þá törn.