Tíðindi frá Kóraskóla 05.04.24.

Á döfinni

Forprófun PISA í 10. bekk

Kóraskóli var dreginn út í úrtaki um forprófun fyrir PISA könnunina, sem við þekkjum flest. 10. AM tók könnunina síðastliðinn þriðjudag og mun AL hópurinn fara í könnunina þriðjudaginn 9. apríl. Nemendur sem voru veikir eða í leyfi 2. apríl munu einnig taka könnunina þá.

Árshátíðarvika nemenda

Árshátíðarvikan er 15. – 19. apríl nk. Árshátíðin sjálf er haldin 18. apríl.

Ákveðið þema verður dagana fyrir árshátíðina:

Mánudagur: Treyjuþema (íþróttatreyjur)

Þriðjudagur: White on white (hvít föt)

Miðvikudagur: Rautt þema og hópferð á Skólahreysti klukkan 17:00

Fimmtudagur: Allt nema skólataska (mæta með námsefnið í öllu nema skólatösku)

Föstudagur: Kósýgallar eða náttföt. Nemendur mæta þá 10:10 í skólann og eru í honum fram yfir hádegismat.

Skólahreysti 17. apríl

Kóraskóli mun keppa í Skólahreysti miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Litaþemað okkar er rautt og verður rautt þema í skólanum allan daginn. Við munum svo fjölmenna á pallana og styðja okkar fólk sem keppir.


Sumardagurinn fyrsti 25. apríl

Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 25. apríl og þá fellur öll kennsla niður í skólanum.

Posted in Fréttaflokkur.