Útskrift 10. árgangs

Í gær var 71 nemandi útskrifaður úr 10. bekk Kóraskóla við hátíðlega athöfn í Lindarkirkju. Athöfnin hófst á fallegum og hugljúfum trompetleik Eyjólfs Arnar Eyþórssonar nemanda í 10. árgangi. Eftir það fluttu kennarar árgangsins hjartfólgna ræðu og mátti þar sjá tár á hvarmi. Hildur Elva Heiðarsdóttir og Kristófer Þór Þórðarsson fluttu kveðjuræðu nemenda og fórst það sérlega vel úr hendi. Að lokum kvaddi Inga Sigurðardóttir skólastjóri hópinn og óskaði þeim farsældar og hamingju.

Eftir athöfn var kveðjukaffi í Hátíðarsal Kórsins þar sem hlaðborð svignuðu undan kræsingum.

Innilega til hamingju nemendur og forráðamenn með þennan stóra áfanga.

 

Posted in Fréttaflokkur.