Í dag var Kóraskóla slitið í annað sinn. Nemendur í 8. og 9. árgangi komu og fengu vitnisburðarskirteini sín afhent við formlega athöfn og kvöddu kennarana sína. Inga skólastjóri óskaði þeim alls hins besta í sumar. Hún líkti þessu skólaári sem nú er á enda runnið við áfanga í fjallgöngu. Toppnum yrði ekki náð fyrr en við útskrift í 10. bekk og því verðugt að setja sér markmið til að stefna að næsta vetur.