NÝJUSTU FRÉTTIR
Nýir iPadar í 10. árgangi
Nemendur í 10. árgangi í grunnskólum Kópavogs fengu afhenta glænýja iPada í byrjun nýs skólaárs. IPadarnir eru eign Kópavogsbæjar en nemendur fá þá að láni í vetur og gegna þeir stóru hlutverki í námi nemenda því þar nálgast þeir námsgögn, kennsluáætlanir […]
Kóraskóli er símalaus skóli
Kóraskóli verður héðan í frá símalaus skóli. Það á við um kennslustundir og frímínútur, hvort sem er í skólahúsnæði, húsnæði HK, Hörðuvallaskóla og skólalóð. Nemendur eru hvattir til að skilja símtæki eftir heima. Þeir sem eru ekki að fara heim eftir […]
Framtíðin í fyrsta sæti
Í Kópavogi er öflugt skólastarf sem drifið er áfram af fagmennsku og nýsköpun. Starfið einkennist af metnaði og stöðugri þróun í takt við þarfir nemenda, samfélagsþróun og í samræmi við menntastefnu Kópavogs til 2030. Á sama tíma stendur grunnskólastarf á Íslandi […]
Skólabyrjun haustið 2025
Skólabyrjun í Kóraskóla haustið 2025 verður 25. ágúst nk. Þann dag mæta nemendur í 10. árgangi kl. 8:30 í Hátíðarsal Kórsins. Nemendur í 9. árgangi mæta kl. 9:30 og nemendur í 8. árgangi kl. 10:30.
Sumarfrí starfsfólks Kóraskóla
Starfsfólk Kóraskóla er komið í sumarfrí. Skrifstofa skólans lokar í dag, föstudaginn 13. júní kl. 12:00 og opnar aftur 5. ágúst kl. 09:00. Við óskum öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að taka aftur til starfa í haust.
Skólaslit
Í dag var Kóraskóla slitið í annað sinn. Nemendur í 8. og 9. árgangi komu og fengu vitnisburðarskirteini sín afhent við formlega athöfn og kvöddu kennarana sína. Inga skólastjóri óskaði þeim alls hins besta í sumar. Hún líkti þessu skólaári sem […]
Útskrift 10. árgangs
Í gær var 71 nemandi útskrifaður úr 10. bekk Kóraskóla við hátíðlega athöfn í Lindarkirkju. Athöfnin hófst á fallegum og hugljúfum trompetleik Eyjólfs Arnar Eyþórssonar nemanda í 10. árgangi. Eftir það fluttu kennarar árgangsins hjartfólgna ræðu og mátti þar sjá tár […]
Óskilamunir
Óskilafatnaður og aðrir munir sem hér hafa verið skyldir eftir, verða settir upp á gangi 8. árgangs og verða þar út næstu viku. Það sem ekki kemst til skila verður gefið Rauða krossinum eftir miðjan júní.
Vorhátíð Kúlunnar og Kóraskóla
Í gær héldum við sannkallaða vorhátíð. Nemendum í 7. bekk Hörðuvallaskóla var boðið að taka þátt en þau stefna í Kóraskóla næsta haust og því tímabært að kynnast nýjum aðstæðum. Dagurinn var skemmtilegur fyrir utan veðrið. Það minnti frekar á haust […]



