Á döfinni
Öskudagur 14. febrúar
14. febrúar verður öskudagur og verður uppbrot í skólanum þann daginn. Nemendur mega mæta í búning ef þau vilja. Við verðum með uppbrot á svæðum í fyrstu lotu og svo er búið að skipta skólanum í stöðvar seinni tvær loturnar þar sem margt spennandi og skemmtilegt verður í boði. Nemendur fara í hádegismat klukkan 11:30 þar sem pizza verður á boðstólnum. Eftir það lýkur skóla og nemendur fara heim.
Vetrarfrí 19. og 20. febrúar
Vetrarfrí verður mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. febrúar. Þá fellur öll kennsla niður.