Í vikunni var haldin uppskeruhátíð menntabúða í Kópavogi í Salaskóla þar sem nemendur allra grunnskóla í Kópavogi kynntu áhugaverð verkefni sem þeir hafa unnið að í vetur. Kennarar skólanna og aðrir gestir gengu á milli stofa og ræddu við nemendur um verkefnin. Nemendur Kóraskóla kynntu tvö verkefni.
Nemendur í tíunda bekk kynntu verkefnið Draumaeyjan mín, samþætt verkefni með áherslu á náttúrufræði, loftslagsbreytingar og sjálfbærni.
Berglind umsjónarmaður fjölgreinastofunnar kynnti verkefnið Laxmotion sem nemendur í áttunda bekk hafa unnið að í vetur. Um er að ræða samþætt verkefni með áherslu á íslensku, sköpun og fjölbreytt skil. Nemendur lásu og unnu með Laxdælu. I framhaldinu var sagan endurgerð með stopmotion myndböndum.
Það var mjög gaman að ganga á milli og spjalla við nemendur. Greinilega gróskumikið starf sem fer fram í grunnskólum Kópavogsbæjar.