Stelpur, stálp og tækni

23 .maí sl. var dagurinn Stelpur, stálp og tækni haldinn í ellefta sinn á Íslandi en dagurinn er haldinn víða um heim. Dagurinn hefur það að markmiðið að kynna ýmsa fjölbreytta möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum og stálp í 9. bekk grunnskóla. Opna augu þeirra fyrir framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar hafa að bjóða, brjóta niður staðalímyndir og sýna fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Dagurinn var tvískiptur, annars vegar var vinnustofa í HR þar sem Skema var með kynningu á forritun. Eftir hádegismat fóru hóparnir í heimsóknir í ýmis tæknifyrirtæki þar starfsemi fyrirtækjanna var kynnt og menntun kvennanna sem tóku á mót þeim. Dagurinn var vel heppnaður og okkar nemendur voru til fyrirmyndar.

Posted in Fréttaflokkur.