Breakout

Nemendur Kóraskóla glíma við fjölbreytt verkefni í námi sínu. Nemendur í 9. bekk fengu það’ verkefni á dögunum að glíma við rúmfræðiþrautir í breakout. Breakout er kassi, líkt og gamall peningakassi, með nokkrum minni kössum inniföldum en til að komast að þeim þarf að opna lása eftir margvíslegum aðferðum en  þær þurftu nemendur að finna með því að leysa að þessu sinni rúmfræðidæmi. Þetta verkefni var lokahnykkurinn í rúmfræðilotu í stærðfræði. Nemendur voru til fyrirmyndar og náðu margir að opna lásanna. Þeir voru almennt mjög ánægðir með breakout og vilja gera þetta oftar.

Posted in Fréttaflokkur.