Öskudagur var haldinn hátíðlegur í Kóraskóla líkt og annarsstaðar. Nemendur völdu sér fjölbreyttar smiðjur til að starfa í þann dag. Þar var dansað, föndrað, att kappi með fjölbreyttum hætti og fleira og fleira. Svo var að sjálfsögðu boðið upp á pizzu í hádeginu. Virkilega skemmtilegur dagur með frábærum krökkum.